Ótrúlega flott !!! Jóla-hvað
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Alveg dásamlegt frí í skólanum í dag. Eyddi samt deginum í að læra en naut þess bara á kaffihúsi með grúppunni minni. Rölti svo við hjá VUC-FYN og skráði mig á ensku námskeið Niveau A en ég er búinn að taka Niveau C og B í Syddansk Universitet, best að fara alla leið með þetta finnst ég er þokkalegur í enskunni. Ég þarf ekki að mæta í skólann heldur get tekið þetta í 100% heimanámi en mæti svo bara í prófið í Maí eða Júní.
Ég alltaf jafn heppinn ! Eftir að hafa náð í Helenu í Törresö, en hún ætlaði að passa aðeins fyrir okkur, komum við hérna heim og drengirnir vildu endilega að ég kveikti á Jólaseríunum til að sýna henni... jú jú ég gerði það og stóð svo í nokkrar sekúndur til að dást að herlegheitunum...renna ekki bara nágrannarnir í nr 16 framhjá, stoppa og segja bara VÁ ! Det er utrolige flot (Vá, mikið asskoti er þetta sjúklega töff) Það hefur bara aldrei verið skreytt svona mikið hérna í götunni áður !! Minn bara rauður í framan því ég á eftir að setja upp slatta í viðbót ;) En ég slökkti nú samt á öllu aftur því ég ætla að standa við mitt og kveikja ekki fyrr en eftir afmæli drengjanna. Ég lét nú samt loga á fallega bláu seríunni inni í garði, þar sem að hann er alveg lokaður hafði ég engar áhyggjur að það sæist utanfrá en þegar Guðbjörg kom heim eftir að hafa skutlað Helenu aftur í Törresö, sagði hún mér að utanfrá væri eins og það hefði lent Geimskip í garðinum hjá okkur !!! Hahahahahaha.
Tengdaforeldrar mínir hringdu í kvöld og átti ég ferlega skemmtilegt spjall við þau. Afríka var ofarlega í huga þeirra enda eru þau nýkomin til Íslands frá The Gambia (Gambíu). Það er greinilega margt mikið öðruvísi en við eigum að venjast í henni Afríku og hlakkar mig nú til þess að fá að sjá myndir sem að Tengdó tók í ferðinni (bara um 700 myndir takk).
Fórum á foreldrafund í leikskólanum kl 17:20-18:20 og var það býsna fróðlegt. Það er gert svona spurningaskema sem fóstrurnar fylla út og er það ætlað til að kanna atferli drengjanna og auðvitað hinna barnanna á leikskólanum. Drengirnir okkar eru bara frekar frískir og við þurfum ekkert að vera fjárfesta í pyntingartækjum til að kontróla þeim :)
Það var dagur 3 í jólaframhaldssögunni og lögðust þeir þegjandi og hljóðalaust upp í rúm til að fá framhaldið. Í gær var Gabríel svo spenntur að hann var kominn í bælið og lá þar steinþegjandi og spenntur eftir að fá að heyra meira :) Auðvitað er draumurinn að gefa þetta út og hver veit hvað verður. Ég gerði tilraun til sögugerðar fyrr á árinu og sendi hana til 3 aðila til þess að fá umsagnir. Fékk heilmikin lærdóm út á það.
Málsháttur: Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
Kveðja
JGN
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.