Hræðslupúkar !!!
Sunnudagur, 18. nóvember 2007
Mikael og Gabríel voru að leika sér úti í garði seinnipartinn í dag. Ég var að taka til í geymslunni fyrir framan hús og það var farið að rökkva örlítið. Mikael er farinn inn en Gabríel enn að leika og svo langar hann að fara inn stofumegin í húsinu... Mamma hans segir honum að fara að aðaldyrunum og gengur gegnum húsið til að opna fyrir honum... hann kemur alveg á sprettinum og skellir aftur hurðinni og hallar sér að henni...úff ég er hræddur stynur hann upp við móður sína.. hræddur, við hvað spyr hún hissa? Ég heyrði eitthvað svona hljóð, sagði hann og lýsti einhverju ótilgreindu hljóði... svona svona segir mamma hans, þetta hafa bara verið nágrannarnir okkar með skvaldur, ekkert til að vera hræddur við. Þá segir Mikael við Gabríel, sko þú þarft sko ekkert að vera hræddur..því að í gamla gamla daga, sagði fólk bara við börn að það væru tröll og skessur í skóginum svo að börnin væru ekkert að fara ein út í skóg og týnast ! Gabríel horfir aðeins á bróðir sinn og segir svo, nei nei .... ég horfi bara á of mikið af teiknimyndum !
Það var farið snemma í háttinn í gær og vaknað seint í dag. Ekkert smá notalegt. Nú er tæpur mánuður í jólafríið hjá mér í skólanum og verður því tekið fagnandi :) Eins og allir vita þá er ég algjör jólasveinn og elska jólin og jólahaldið út í gegn ... Vona bara að það verði SNJÓR !!!
Málsháttur: Ekki er aðfangadagur án jóla
Kveðja
JGN
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.