Jólaseríur og Lima-Duld
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Það er rétt miður Nóvember og nágrannar mínir í nr 10 og 12 eru búnir að hafa jólaskreytingar í trjám í 2 vikur í dag, ég var að ná í Guðbjörgu í skólann í gær þegar ég sá svo skreytingar á all mörgun stöðum í görðum hjá fólki. Mér persónulega finnst þetta of snemmt og veit ég að margir eru mér sammála, en hvað ætli fari gegnum hugann á þessu "snemmbúna" fólki sem tekur út jólaseríur í byrjun nóvember? Ekki eru þetta kaupmenn að auglýsa að vertíðin sé byrjuð...neibb grannarnir mínur eru bara meðal Jónar með engin tengsl við sölumenn lífsgæða-geðveikinnar? Ætli það sé myrkfælni? Að það sé minna áberandi í þeirra huga að setja út nokkrar jólaseríur frekar en að flóðlýsa garðinn hjá sér vegna viðvarandi hræðslu við drauga og forynjur sem vappa um í hinu snemmbúna Nóvembermyrkri? Kannski að þetta sé "Limaduld" ? Ég meina, hafið þið (karlmenn) staðið úti í garði, undir fölbleiku ljósi jólasería og tekið út á ykkur sprellann og reynt að pissa yfir limgerðið, yfir í garð óþolandi nágrannanns? Auðvitað, hver hefur ekki prófað það, en þá hafið þið líka tekið eftir því hvernig mjúkur skugginn gerir það að verkum að litli trölli sýnist ekki eins lítilli og bros konunnar segir til um! Það er kannski nóg ástæða fyrir smá-mælda að setja upp seríurnar við fyrsta tækifæri...(og pissa svo stöðugt úti í garði og vera með króníska blöðrubólgu).
Annars komst Víkverji Morgunblaðsins í morgun vel að orði þegar hann velti fyrir sér hvort það þyrfti að koma lögum yfir kaupmenn sem byrja að eyðileggja fyrir okkur jólahátíðina snemma í Nóvember með falskri jólastemmingu búðanna. Þeir virðast vera þeir einu sem hafa áhuga á svona snemmbúinni jólaupprifs-stemmingu.... og eru búnir að gera jólin "Þreytt" fyrir okkur hin áður en Desember gengur í garð. Vitiði... ég er bara alveg til í að banna/aðvara kaupmenn um að setja upp jólin í byrjun Nóvember. Fyrir mér er 1. í aðventu þau mörk sem ætti að setja við Jóla-uppsetningu að öllu tagi. Ekkert fyrr en það.
Við drengirnir fórum á Musejagt í gærkvöld og svo aftur í morgun...afraksturinn er 3 stykki illfrýnilegar mýs með drápsaugnaráð ! Þær geta skotið leysigeislum úr augunum svo við verðum að fara varlega... ætli þeir horfi of mikið á teiknimyndir? Allavega er geymslan að verða músafrí :) og við fáum tækifæri á að gera eitthvað saman .... drepa. Frumeðlinu fullnægt fyrir utan það að éta ekki afraksturinn...gefum fluglunum hræin svo einhver nýtur góðs af morðæðinu.
Málsháttur: Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
Kveðja
JGN
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.