Peter Putti, Matsveinn með attitude

14. Nóvember 2007

Nú er ég búinn að læra Karate !! Já og auðvitað Kimi Wasa og Kung Fu.... einnig Jiu Jitsu..já og fullt af öðrum Kínverskum orðum, þetta er að rok ganga hjá mér :)

Sigfús og Hildur voru með drengina fyrir okkur í dag svo við gætum sinnt skólanum. Mikael er veikur, hann er með "Børnesår" á vinstri olnboga og má ekki fara á leikskólann þess vegna, þótt hann sé alveg eiturhress... þetta er víst bráðsmitandi andskoti og betra að fara varlega. Það var alveg frábært að þau skildu bjóðast til að hafa drengina því ég var að verja verkefnið í dag í skólanum... Það tókst bara mjög vel og minn hluti var óaðfinnanlegur !!! Ekkert smá stoltur með það :)

Nú færist spennan í aukana með ráðningu á nýjum matráð í Kantínuna okkar í skólanum.... Peter Putti fékk ekki vinnuna... sem betur fer ! Það skýrist eftir helgi hver hreppir hnossið. Læt ykkur vita.

matsveinn Peter

Hér er mynd af honum Peter Matsveininum knáa 

Það snjóaði aðeins hér í Odense í morgun og svo aftur seinnipartinn, ja eða gekk á með éljum.. bara gaman að því :) Ég vona svo Kalt og innilega að það verði snjór um jólahátíðarnar hér í Danmörku að ég hef ísskápinn opinn úti á hlaði allan sólarhringinn til að stuðla að kaldari veðráttu !!! það má amk reyna ekki satt?

Málsháttur: Betra er að ganga fram af fólki en björgum.

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þvílíkir fordómar á móti fólki með tvö barkakýli

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.11.2007 kl. 08:07

2 Smámynd: Jac Norðquist

Jamm, þetta er illa fótósjoppað að mínu mati hehehheheheh

Jac Norðquist, 17.11.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband