NæturSvínaríið og Strætó
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Ætla að byrja á að óska Alex innilega til hamingju með 17 ára afmælið í dag ! Til lukku kæri frændi og megirðu eiga hreint alveg ágætis dag fullan af skemmtilegum stelpum, eða kannski öllu heldur, skemmtilegan dag með fullum stelpum !!! Hahahahaha.
Annars er fallegt haustveður hér í Danmörku þessa stundina, ég er viss um að DMI (Danska veðurstofan) væri hrópandi ósammála mér en á þeirra mælikvarða þýða 5 metrar á sekúndu nánast Hafnarfjalls-fárviðri, ef það er heiðskírt og sólin skín, á maður að vera inni því annars fær maður instant húðkrabbamein og guð forði því að það skuli snjóa í blankalogni því þá er sko nauðsynlegt að kalla út herinn því að það er "Jihad" eða heilagt stríð gegn ofankomu hér í Danmörku !
Ég keyrði í gær framhjá "Jólatrjáa-skógi" þar sem að búið er að merkja tréin til sölu fyrir komandi vertíð, þá datt mér í hug að við erum enn eina ferðina komin í hús þar sem að verður erfitt að finna pláss fyrir jólatréið !! Hvað er málið eiginlega, ég held að við þurfum bara að breyta um jólastíl, kannski bara vera með jóla-grein, hangandi niður úr loftinu. Nú eða setja bara pakkana í vatnsheldan gjafapappír og smella þeim undir tréið úti í garði !? Það væri ágætis lausn.
Ég var að lesa þessa frétt á Vísir.is og varð hugsað til þess er ég vann hjá Strætó BS sumarið 2004. Það eina rétta í stöðunni er auðvitað að fá næturstrætó aftur í gagnið...en ! Já en... aðeins að gera hann út þannig að hann hæfi þeim "svínum" sem að hann nota. Ég segi svínum, því ég var að vinna þarna sjáiði til og veit um hvað ég er að tala. Það þyrfti að útbúa vagnana (Næturstrætó) út þannig að það eru eld-þolnir plastbekkir í stað sæta og búið að setja plast (óbrennanlegt) í alla glugga. Bílstjórinn þarf að vera í algerlega lokuðu og skotheldu búri, án möguleika fyrir farþega að eiga við hann/hana nokkur samskipti. Hann á bara að keyra fasta leið og opna dyrnar í 2 mínútur á hverri fyrirfram ákveðinni stoppistöð. Þetta er svona svipað og "Síld í tunnu" dæmi, en því miður er það bara vegna fenginnar reynslu að annað gengur víst ekki. Fyllerís þjóðfélagsþegnar okkar fagra lands eru bara því miður ásig skítandi pakk og það þarf að fara að koma fram við það á viðeigandi hátt ! Ég er ALLS ekki að alhæfa eitt eða neitt hér, bara að benda á staðreyndir sem ég sjálfur hef orðið vitni af... oftar en einusinni og oftar en tvisvar. Ef þú sem þetta lest...móðgast !! Þá veistu sennilega upp á þig sökina ekki satt?
Unglingurinn kom heim úr skólanum og sagði við Pabba sinn, um leið og hann hennti töskunni inn í herbergi, ég hafði mök við kennarann minn í dag ! Pabbinn leit upp úr mogganum og þandi út brjóstkassann og roðnaði af einskæru stolti. Sonur sæll, það var ekki fyrr en ég var kominn í framhaldsskóla að ég hafði tækifæri til að taka kennarann minn !! Svo lítur hann stoltur á strákinn og segir, elsku vinur, mannstu eftir rauða freestyle hjólinu sem þér er búið að langa svo í !? Við skulum fara og kaupa það núna. Æ pabbi, getum við farið á morgun, ég er ennþá að drepast í rassgatinu.
Málsháttur: Oft fara hommar á bak við menn.
Kveðja
JGN
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.