Sykurvíma :)

það var vaknað gríðarlega snemma á þessu heimili í morgun ! Ég var kominn á fætur rétt um klukkan 06:10 og það var græjað sig til fyrir Kaupmannahafnarferðina með Mömmu. Hún var á leið til Íslands eftir 10 daga frí hér hjá okkur... ja það er ekki rétt að segja frí, því kerla var flutt hingað út nauðug af konunni minni sem afmælisgjöf handa mér !!! Þeim tókst að koma mér algjerlega á óvart með þessu plotti ! Bara frábært hjá þeim. Þetta er líka ein skemmtilegasta afmælisgjöf sem ég hef fengið um dagana :) Ég ætla bara að þakka Mömmu og Guðbjörgu fyrir frábært afmæli og frábæra 10 daga afmælisveislu :) Nú erum við hjónin bara farin að líta í kringum okkur eftir AU-pair stúlku því að við erum komin á bragðið með að hafa svona kerlu sem að er sífellt með tuskuna á lofti :) Annars gekk bara vel að keyra til Köben í rokinu og við komumst á völlinn í tæka tíð. Mamma fór í vélina og ég renndi inn í Köben þar sem ég var búinn að frétta af búð sem selur íslenskt nammi, ég keypti fullan poka af góðgæti fyrir konuna mína og það er alveg dásamlegt hvað hún elskar mig mikið.... ja amk meðan hún er í sykurvímunni :)

Málsháttur: Lengi lifa gamlar hræður.

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband