Jac Norðquist

Hver er Jac Norðquist? Ég er Íslendingur, búsettur í útlöndum og hef verið það undanfarin 3 ár. Hamingjusamlega giftur, á tvíburadrengi sem verða 6 ára í Nóvember og litla stúlku sem fæddist 2. Sept 2008. Ég útskrifast sem Alþjóðlegur Markaðs og Hagfræðingur næsta sumar. Ég blogga hér á MBL bara mér til skemmtunar og veit ekkert meira krassandi en bull fréttir, skrifaðar í flýti af blaðamönnum sem halda að þeir séu að gera heiminum greiða með því að flytja okkur heitustu fréttirnar af Britney Spears eða Amy Winehouse. Svo á ég það til að "Bulla sjálfur" inn í fréttirnar og koma með eigin útgáfu.... vonandi að þið sem þetta lesið, hafið húmor fyrir því sem ég skrifa... annars farið þið bara annað ekki satt? Ég vona að enginn gleymi því að þetta blogg mitt heitir Bull&Vitleysa... það ætti að skýra margt  

Ég er of feiminn til að bjóða fólki að gerast blogg-vinir mínir en ég tek þeim fagnandi sem vilja gerast blogg vinir mínir. 

Með mínum allra bestu kveðjum

Jac G. Norðquist

ps Jac er borið fram eins og Jack en aðeins meira s-hljóð í byrjun :) 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Jac Norðquist

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband